Fornleifafræði fjallar um mannleg samfélög með því að rannsaka áþreifanlegar, jafnt sem óáþreifanlegar, minjar um þau sem greina má í gegnum gripi, byggingar, úrgang, náttúru eða umhverfi. Fornleifafræði fjallar fyrst og fremst um fortíðina en í vaxandi mæli er aðferðum hennar einnig beitt til að greina samfélög nútímans. Fornleifafræði getur verið söguleg eða forsöguleg.