Nemendafélagið Kuml er 10 ára

Kæru núverandi og fyrrverandi nemendur, kennarar og aðrir aðdáendur nemendafélagsins Kuml.
Í ár fagnar nemendafélagið Kuml þeim merkis áfanga að verða 10 ára. Í tilefni þess ætlum við í núverandi stjórn nemendafélagsins að efna til afmælisveislu á Prikinu þann 20. apríl kl. 20.00.
Ásamt því að fagna afmæli nemendafélagsins fögnum við útgáfu nýjasta tölublaði Eldjárns sem er stærra og flottara en undanfarin ár, allt í tilefni afmælisársins.

Í boði verða veitingar, bæði í fljótandi og föstu formi, en barinn verður einnig opinn fyrir þá sem þyrstir í eitthvað annað að drekka.
Aðgangseyri verður stillt í hóf og er einungis 500 kr. á mann. Einnig minnum við á að þeir sem vilja versla á barnum hafa afslátt út á nemendafélagsskírteinin sín.

Vonumst við til þess að sjá sem flesta og fagna þessum merkisáfanga með okkur.