Sækja um

Umsókn fyrir MA-nám er rafræn

Afgreiðsla umsókna um framhaldsnám tekur að jafnaði 4-6 vikur. Rafrænt umsóknareyðublað er aðgengilegt hér á umsóknartíma. Umsóknarfrestur í framhaldsnám (nám á meistarastigi og doktorsnám) er til 15. apríl en til 15. október ef sótt er um innritun í framhaldsnám á vormisseri. Undantekning: Umsóknarfrestur um diplómanám á framhaldsstigi á Félagsvísindasviði er t.o.m. 5. júní. Ekki verður tekið við síðbúnum umsóknum. Engin skólagjöld eru í Háskóla Íslands en árlegt skrásetningargjald er kr. 45.000 (kr. 32.500 ef sótt er um innritun á vormisseri). Reglur deilda kveða á um nauðsynlegan undirbúning og prófgráður sem krafist er sem undanfara framhaldsnáms í hverju tilviki.

Umsókn fyrir Doktorsnám þarf að skila inn á pappírsformi

Umsóknareyðublað má nálgast hér