Skipulag náms

Fyrsta ár

 Skylduáfangar
 FOR101G Aðferðafræði I 10e  Haust
 FOR102G Vinnulag í fornleifafræði 5e  Haust
 FOR103G Inngangur að fornleifafræði I 10e  Haust
 HSP105G Heimspekileg forspjallsvísindi 5e  Haust
 FOR201G Íslensk fornleifafræði 10e  Vor
 FOR204G Forsaga 10e  Vor
 FOR406G Fornleifarannsókn á vettvangi II 10e  Vor

 

Annað ár

 Skylduáfangar  Valáfangar:
 FOR202G Aðferðafræði II 10e  Haust FOR404G Beinafræði 10e  Haust
 FOR303G Gripafræði 5e  Haust
 FOR304G Fornleifarannsókn á vettvangi I 5e  Haust
 FOR302G Kennileg fornleifafræði 5e  Vor  FOR409G Forvarsla 5e  Vor
 FOR307G Fornleifafræði Norðurlanda 5e  Vor  FOR405G Fornvistfræði 5e  Vor
 FOR403G Fornleifavernd 10e  Vor
 FOR603G Vettvangsreynsla í fornleifafræði 5e  Sumar  FOR411G Vettvangsskóli á Hólum 10e  Sumar
 FOR412G Vettvangsskóli í Vatnsfirði 10e  Sumar
 FOR413G Starfsreynsla við uppgröft eða safn  10e  Sumar

Þriðja ár

 Skylduáfangar  Valáfangar:
FOR401G Ritgerð til BA-prófs í fornleifafræði10e  Haust
FOR401G Ritgerð til BA-prófs í fornleifafræði10e  Vor
FOR603G Vettvangsreynsla í fornleifafræði 5e  Sumar

 

 

Listinn hér að ofan er ekki tæmandi og á við skólaárið 2011-2012.  Í Kennsluskrá má finna frekari upplýsingar um námskeið.

Fornleifafræði sem aðalgrein 180 einingar 

Meginregla er að nemendur hefji nám í fornleifafræði til BA prófs á haustmisseri. Námsbraut er heimilt að gera undanþágu frá þessari reglu. Gert er ráð fyrir að nemendur afli sér reynslu við fornleifarannsóknir, eða tengd verksvið, sem samsvarar 4 vikna vinnu á námstímanum eða 5 e námskeiði á vettvangi. Heimilt er að nýta til reynslu námskeiðið Vettvangsreynsla í fornleifafræði til þess. Stúdent sem les fornleifafræði sem aðalgrein til 180 eininga skal ljúka þessu námi:

1. Hann skal ljúka Inngangi að fornleifafræði, Aðferðafræði I, Forsögu og Íslenskri fornleifafræði á fyrsta námsári, Gripafræði, Fornleifafræði N-Evrópu, Kennilegri fornleifafræði og Aðferðafræði II á öðru eða þriðja námsári. Hann skal einnig ljúka Vinnulagi í fornleifafræði, Fornleifarannsókn á vettvangi I og II, auk 4 vikna vettvangsreynslu í fornleifafræði, á námstímabilinu.

2. Stúdent skal ekki velja valnámskeið úr sömu námsgrein og hann tekur sem aukagrein nema með leyfi námsbrautar.

3. Hann skal skrifa 10 eða 20e BA ritgerð í fornleifafræði.

4. Hafi stúdent lokið a.m.k. 90 einingum í fornleifafræði á BA stigi og hlotið fyrir meðaleinkunnina 7,25 eða meira, er honum heimilt – að fengnu samþykki kennara í viðkomandi námskeiði – að ljúka námi í námskeiðum á MA stigi í fornleifafræði og fá það metið sem hluta af BA námi sínu. Hann skal gangast undir sömu kröfur og gerðar eru til stúdenta á MA stigi. BA stúdent getur ekki lokið einstaklingsverkefnum á MA stigi.

Fornleifafræði sem aðalgrein 120 einingar
Námið er 120 einingar og lýkur með BA-gráðu. Námið tekur að jafnaði tvö ár (fjögur misseri) og miðast full námsframvinda á einu misseri við 30 e. Markmið námsins er að veita góða undirstöðu fyrir störf við fornleifarannsóknir og minjavörslu á Íslandi en það er einnig hugsað sem almennt nám sem veitir þjálfun í þverfaglegum vinnubrögðum, gagnrýnni hugsun og greiningu sem kemur að notum við margvísleg störf í nútímasamfélagi. BA-próf með fyrstu einkunn veitir aðgang að meistaranámi á háskólastigi.

Stúdent sem les fornleifafræði sem aðalgrein til 120 eininga þarf að lúta sömu reglum og stúdent sem les fornleifafræði til 180 eininga en tekur aukagrein til 60 eininga.

Fornleifafræði sem aukagrein 60 einingar

Til að ljúka námi í fornleifafræði sem aukagrein þarf að nemandi að ljúka Inngangi að fornleifafræði I og Aðferðafræði I og annað hvort Íslensk fornleifafræði eða Forsaga. Önnur námskeið eru valin úr kjarna eða meðal valnámskeiða í fornleifafræði.