Vettvangsnám

Gert er ráð fyrir að nemendur afli sér reynslu við fornleifarannsóknir, eða tengd verksvið, sem samsvarar 4 vikna vinnu á námstímanum eða 5 e námskeiði á vettvangi. Heimilt er að nýta til reynslu námskeiðið Vettvangsreynsla í fornleifafræði til þess. Í boði eru tveir vettvangsskólar, vettvangsskólinn á Hólum í Hjaltadal og vettvangsskólinn í Vatnsfirði á Vestfjörðum.  Þegar vettvangsreynslu lýkur þarf að skila inn staðfestingu á verknámi. Eyðublöð má nálgast hér á íslensku og ensku:

Verknám eyðublað

Fieldwork Report_form

Vettvangsskóli á Hólum  10e
Frekari upplýsingar um Hólarannsóknina og vettvangsskólann má nálgast hér
Vettvangsskóli í Vatnsfirði 10e
Frekari upplýsingar um vettvangsskólann í Vatnsfirði má nálgast hér og frekari upplýsingar um rannsóknina er að finna hér
Starfsreynsla við uppgröft eða safn 10e
Nauðsynlegt er að hafa samband við kennara deildarinnar til þess að fá starfsreynsluna metna til eininga.
Vettvangsreynsla í fornleifafræði 5e
Nauðsynlegt er að hafa samband við kennara deildarinnar til þess að fá starfsreynsluna metna til eininga.