Styrkir

Námsmenn við HÍ geta sótt um ýmsa styrki til náms, m.a. verkefnastyrk Félagsstofnunar stúdenta og styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Nemendur í meistara- og doktorsnámi geta einnig sótt um styrk úr Rannsóknarnámssjóði og nemendur í doktorsnámi geta sótt um doktorsstyrk Rannsóknasjóðs Háskóla Íslands og einnig ferðastyrk Rannsóknasjóðs. Sjá yfirlit um styrki.

Doktorsnemar við Hugvísindasvið geta sótt um aðstöðu í Gimli hjá Hugvísindastofnun og um styrki vegna utanlandsferða sem tengjast náminu, t.d. til ráðstefnuferða eða til skemmri námsdvalar erlendis.

Sjá nánar á vef Hugvísindastofnunar.