Tillögur að BA verkefnum

List of Suggested Projects for BA Theses/ritgerðir
Please contact the relevant supervisor if you want to take one of these topics – or something similar.
You are NOT obliged to take one of these topics – if you have your own project idea, please contact either Gavin, Orri or Steinunn as a supervisor.

Orri Vésteinsson
• Eldstæði. Gerðfræðiverkefni sem felst í að kortleggja mismunandi gerðir eldstæða frá víkingaöld/miðöldum, leggja til flokkun þeirra og setja fram tilgátur um mismunandi hlutverk.

• Selskutlar. Oft er því haldið fram að Inúítar hafi kunnað að skutla sel en norrænir menn ekki. Þó eru til selskutlar á íslenskum söfnum og heimildir um notkun þeirra á miðöldum. Eru íslensku skutlarnir nýleg tækni eða gömul?

• Kljásteinar á Stóruborg. Steinar með gati eru yfirleitt greindir sem kljásteinar, steinar til að þyngja uppistöðuna í gamla vefstaðnum. Getur dreifing þeirra í bæjarhúsum á Stóruborg varpað ljósi á hlutverk slíkra steina?

• Stærðir kirkjugarða. Hringlaga kirkjugarðar á Íslandi eru misstórir. Verkefnið felst í að safna heimildum um stærðir kirkjugarða og setja fram tilgátur um hvað réði mismunandi stærð.

• Garðálfar. Ef við fyndum brot af leirkersstyttum í mannslíki á einhverju tímabili í fortíðinni myndum við ekki hika við að gefa þeim táknræna/trúarlega merkingu. Hver er táknræn/trúarleg merking garðálfa í samtímanum?

• Staðsetning kirkna m.v. bæ. Mikil regla er á staðsetningu íslenskra sveitakirkna miðað við bæ en var það alltaf þannig? Verkefnið felst í úrvinnslu fyrirliggjandi gagna og tilgátusmíð um hvað veldur þessu sambandi.

• Áttahorf kirkna m.v. bæ. Íslenskar sveitakirkjur eru iðulega hornréttar á bæjarhús og þar sem áttahorf kirkna er ákvarðað af utanaðkomandi reglu (þær verða að snúa austur-vestur) vaknar grunur um að í sumum tilfellum geti bæjarhúsin, staðsetning þeirra eða skipan, verið yngri en kirkjan á viðkomandi stað. Verkefnið felst í að láta reyna á þessa tilgátu á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

• Dreifing botnfalls úr gólfum í Sveigakoti. Botnfall (heavy residue) getur gefið vísbendingar um mismunandi athafnir/nýtingu í ólíkum húsum eða húshlutum. Verkefnið felst í úrvinnslu fyrirliggjandi gagna (tölfræði og kortagerð) og tilgátusmíð til að skýra ójafna dreifingu.

• Uppblástur á Krókdal. Á Krókdal er eyðibyggð frá 10.-11. öld og er ríkjandi kenning sú að uppblástur hafi valdið eyðingunni. Verkefnið felst í greiningu loftmynda frá 20. öld til að varpa ljósi á hraða uppblástursins og hvenær hann gæti hafa hafist.
• Úttekt á fornleifastöðum sem nú þegar eru aðgengilegir ferðamönnum. Verkefnið felst í greiningu á slíkum stöðum og gerð tillagna um hvað megi gera betur.

Steinunn Kristjánsdóttir
• Hundar á miðöldum Íslandi. Á undanförnum árum hafa bein af hundum fundist víða við uppgrefti á minjum frá miðöldum á Íslandi. Verkefnið miðar að því að kanna hvenær innflutningur á hundum til landsins hófst, hvaða tegundir voru fluttar inn og hvaða hlutverki hundarnir kunna að hafa gegnt miðað við tegundir og eigin aldur.
• Lyklar úr fornleifarannsóknum. Lyklar hafa gjarnan verið tengdir við völd kvenna og yfirráð yfir matarbúrum á víkingaöld og miðöldum. Fleiri gerðir af lyklum en aðeins búrlyklar hafa fundist við fornleifarannsóknir hérlendis. Verkefnið miðar að því að skoðar þessar gerðir lykla, nýtingu þeirra og merkingu.
• Hnífar frá Skriðuklaustri. Mikill fjöldi hnífa af ýmsum gerðum fannst við uppgröftinn á Skriðuklaustri. Þar á meðal má nefna matarhnífa, rakhnífa, skurðhnífa og jafnvel skrauthnífa. Verkefnið miðar að því að flokka þessa hnífa, greina gerðir þeirra, hugsanlega notkun og merkingu fyrir samfélagið í klaustrinu á Skriðu.
• Aldur, kyn og líkamshæð íbúa Skriðuklausturs. Verkefnið miðar að því að skoða og taka saman upplýsingar um aldur, kyn og líkamshæð þeirra sem jarðaðir voru í Skriðuklausturskirkjugarði frá 1493-1554. Upplýsingar um þessi atriði má finna í skýrslum rannsóknarinnar. Niðurstöðurnar má nýta frekar til lýðfræðilegra rannsókna með samanburði við önnur mannabeinasöfn.

Gavin Lucas
• Glass drinking vessels in Iceland c. 1300-1700. The study will look at museum collections and archaeological assemblages to assess the frequency and types of glass vessels used in Iceland during this period.
• The mass adoption of imported objects in 19th century Iceland: the case of X. Looking at trade data, museum collections and a sample of archaeological assemblages, this study will examine one type of object that was new for Icelandic households in the 19th century and how it changed everyday life. Examples of X include: iron stoves, kerosene lamps, cutlery ..
• Industrial manufacture in Iceland: the case of bottled drinks. This study will examine the emergence of domestic production of bottled drinks (e.g. milk, soda) in Iceland in the late 19th/early 20th century through archive research and studies of bottle types in museum and archaeological collections.
• Gravestones in Iceland: a study in symbolism and ideology. The study will look at typological features of gravestones during the 19th and 20th centuries using a sample collection to explore how issues of ideology and power are represented in the appearance of the gravestone.
• Icelandic stave vessels – a study of construction methods, dating and typology based mainly on museum collections which will be of specific use for archaeological analysis